Verkflokkur

23. apríl 2013

KAR25 - Sauðárveitur

Verksamningurinn felur í sér að ljúka gerð mannvirkja Sauðárveitu, sem er hluti Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar. Verkið felur í sér að hlaða stíflu og yfirföll og ljúka greftri veituskurða. Aðkomuleið að framkvæmdasvæðinu er um Fljótsdalsveg þar sem Fljótsdalvegur skiptist í Kárahnjúkaveg og Hraunaveg. Leiðin liggur þaðan um Hraunaveg yfir brú austan við Jökulá í Fljótsdal og að Kelduárstíflu.

Þar endar bundið slitlag og við taka malarvegir. Næst þarf að fara yfir farveg Kelduár, neðan yfirfalls Kelduárstíflu. Leiðin liggur síðan til austurs sunnan við Grjótárhnjúk og síðan á vaði yfir Grjótá. Þaðan liggur vegslóði að svæði vinnubúðanna sem er staðsett við Innri-Sauðá. Þaðan liggur slóð að Sauðárvatni.

Hér má sjá PDF skjal um verkið

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn