Verkflokkur

11. júní 2008

Kerskáli fyrir álver í Helguvík

ÍAV sér um byggingu kerskála fyrir álver Norðuráls í Helguvík.  Framkvæmdirnar fela í sér byggingu kerskála sem og aðstöðusköpun á vinnusvæðinu, jarðvinnu, uppsteypu, forsteyptar einingar, stálvirki, klæðningar og ýmsan frágang.

Heildarkostnaður við fyrsta áfanga álversins, sem tekinn verður í gagnið fyrir árslok árið 2010, nemur um 70 til 80 milljörðum íslenskra króna. Ef miðað er við álverð í dag er áætlað útflutningsverðmæti þegar fyrsti áfangi verður kominn í fullan rekstur um 35 milljarðar á ári. Starfsmannafjöldi verður um 400 manns og að auki skapast afleidd störf í samfélaginu fyrir um 600 manns til viðbótar. Álverið verður það fyrsta í heiminum sem eingöngu er knúið jarðvarmaorku.

 

Sækja PDF skjal um verkið

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn