Verkflokkur

24. nóvember 2004

Samningur um byggingu nýs vöruhótels Eimskips

Fimmtudaginn 14. mars 2002 var undirritaður samningur við Eimskipafélag Íslands hf. um byggingu vöruhótels á athafnasvæði félagsins í Sundahöfn. Vöruhótelið verður rúmlega 19 þúsund fermetrar að stærð með 21.000 brettaplássum. Gert er ráð fyrir að 70 til 90 starfsmenn ÍAV og undirverktakar komi að smíði hússins.

Arkitekt hússins er Teiknistofa Garðars Halldórssonar, VST sjá um burðarþolshönnun, Lagnatækni um lagnahönnun og RST um raflagnahönnun. Verkefnastjórn er í höndum Sævars Þorbjörnssonar, aðstoðar verkefnastjóri er Jónas Jónmundsson og Jens Sandholt er byggingastjóri. Framkvæmdir hefjast í mars 2002 og er ráðgert að skila húsinu fullbúnu án tölvu- og hillukerfa í febrúar 2003.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn