Verkflokkur

26. júlí 2005

Stækkun Lagarfossvirkjunar

ÍAV hófu um miðjan apríl 2005 framkvæmdir við stækkun Lagarfossvirkjunar fyrir RARIK. Verkefnið felur í sér stækkun stöðvarhúss til norðurs, nýtt inntak norðan við það sem fyrir er og þrýstivatnsstokk á milli nýja inntaksins og stöðvarhúsviðbyggingar.

Ennfremur rýmkun aðrennslisskurðar með tilheyrandi vatnsvarnarvirkjum og stíflugerð.Áætluð verklok eru í maí 2007 og munu að jafnaði 20 – 30 starfsmenn frá ÍAV vinna við stækkunina.

Verkefnastjóri er Jón Leví Hilmarsson.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn