Verkflokkur

24. nóvember 2004

Vígsla Skálans, þjónustubyggingar við Alþingishúsið

Föstudaginn 27. september 2002 var Skálinn, ný þjónustubygging við Alþingishúsið, vígður. Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka, ÍAV, hófu í lok september 2001 byggingu hússins sem er 2.470 fm með bílageymslukjallara. ÍAV skila byggingunni fullbúinni ásamt frágenginni lóð auk endurbóta á garði Alþingishússins.

Ytra byrði byggingarinnar er að mestu leiti úr gleri en byggingin er að hluta klædd íslensku grágrýti. Í Skálanum er aðalinngangur í Alþingishúsið og margháttuð þjónusta fyrir þingmenn, starfsmenn Alþingis og gesti. Þar er m.a. mötuneyti starfsmanna, aðstaða fyrir þingmenn til að taka á móti gestum, fræðslustofa fyrir hópa sem vilja kynna sér starfsemi þingsins, aðstaða fyrir fjölmiðlafólk o.fl.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn