Verkflokkur

24. nóvember 2004

ÍAV með innanhúsfrágang hjá Orkuveitunni

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum, 11. febrúar 2002, að taka tilboði ÍAV um innanhúsfrágang í nýbyggingu þeirra við Réttarháls. Tilboð ÍAV hljóði upp á tæplega 1,3 milljarða króna en fimm fyrirtæki buðu í verkið. Starfsmenn ÍAV hófu framkvæmdir þann 18. febrúar 2002 og er áætlað að þeim ljúki 1. september 2002. Húsið er um 14.000 fermetrar að stærð á átta hæðum. Gert er ráð fyrir að 40 til 50 starfsmenn ÍAV muni vinna að verkinu og að undirverktakar verði 30 til 40 fyrst um sinn en að um 100 til 150 undirverktakar komi að verkinu í heild. Arkitektar hússins eru Ögmundur Skarphéðinsson, Hornsteinum arkitektum og Ingimundur Sveinsson, Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar. Stjórn verksins verður í höndum Guðmundar Gunnarssonar.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn