Fréttir

ÍAV - samstarfið við grunnskóla
21. nóvember 2013

ÍAV - samstarfið við grunnskóla

Í haust var leitað til ÍAV af Samtökum Iðnaðarins vegna verkefnis til eflingar raun og tæknigreina í grunnskólum landsins. Verkefnið heitir GERT og stendur fyrir Grunnmenntun Efld í Raun og Tæknigreinum.


20. nóvember 2013

Gegnumbrot í Snekkestad

Fyrir skömmu náðist mikilvægur áfangi í jarðgangagerðinni í Snekkestad í Noregi þegar slegið var í gegn í göngunum.

20. september 2013

Ofanflóðavarnir á Ísafirði

Gengið hefur verið frá samningum við Ofanflóðavarnir á Ísafirði um byggingu snjó - og aurflóðavarnargarða á Ísafirði. Um er að ræða alls fjóra garða af mismunandi stærð og gerð.

16. september 2013

Varaaflsstöð Bolungarvík

Í framhaldi af útboði hefur ÍAV gert samning við Landsnet um byggingu varaflsstöðvar í Bolungarvík. Verkið felur í sér byggingu um 1.000 m² staðsteypts húss yfir rofabúnað, spenna og díselrafstöðvar.

09. september 2013

Snjóflóðavarnir á Siglufirði

Framkvæmdir við uppsetningu snjóflóðavarna á Siglufirði eru nú í fullum gangi. Fyrir helgi var unnið við flutning á ankerum og grautunarefni upp í fjallið með þyrlu alls um 35 tonn í 80 ferðum.

05. september 2013

Hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ

Uppsteypu hjúkrunarheimilisins við Nesvelli í Reykjanesbæ er nú lokið. Síðustu handtök við klæðningu hússins standa nú yfir ásamt frágangi á þaki og gluggum. Húsið er þrjár hæðir auk kjallara eða 4.339 m2 að stærð.

30. ágúst 2013

Dalshraun 3

ÍAV vinnur nú að innanhúsfrágangi í Dalshrauni 3. Um er að ræða fimm hæða skrifstofuhúsnæði auk niðurgrafins bílakjallara upp á eina hæð. Húsið er í heild um 5.942 m2 og bílakjallari um 3.097m2. Húsið er í eigu fasteignafélagsins Reita en Valitor mun leigja meginhluta hússins.

20. júlí 2013

Undirbúningsframkvæmdir við Solbak

Nokkrir starfsmenn frá ÍAV og Marti, ásamt starfsmönnum sem ráðnir hafa verið til Marti IAV Solbak DA, hafa verið í Noregi um skeið og unnið þar við aðstöðusköpun. Vinnusvæðið er í bænum Tau sem liggur næst verkstað. Fyrstu starfsmenn frá Tucon, sem sjá um jarðgangagröftinn, koma til vinnu þann 29.júlí.

15. júlí 2013

Fyrsta formlega sprenging í Vaðlaheiði

Fyrsta formlega sprenging Vaðlaheiðarganga var síðastliðinn föstudag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ýtti á sprengjuhnappinn.

12. júlí 2013

Snjóflóðavarnir á Siglufirði

ÍAV hóf framkvæmdir við uppsetningu snjóflóðavarna á Siglufirði um síðustu mánaðarmót. Verkið felst í uppsetningu stoðvirkja til snjóflóðavarna í Fífladölum og Hafnarhyrnu ofan byggðar á Siglufirði.