Fréttir

Jarðgangagerð - einstaklingar á skrá
12. mars 2010

Jarðgangagerð - einstaklingar á skrá

ÍAV, í samstarfi við Marti Contractor Ltd., hyggjast auka þátttöku sína í jarðgangaverkefnum hér á landi og erlendis í nánustu framtíð. Vonir standa til að hægt verði að nýta þá miklu reynslu og þekkingu í jarðgangagerð sem áunnist hefur hérlendis hjá íslenskum aðilum á undanförnum árum. Í þessu skyni óskar félagið eftir að komast í samband við aðila sem kunna að hafa áhuga á að vinna með ÍAV á þessu sviði í framtíðinni.


Jón Gnarr heimsótti starfsmenn ÍAV
05. febrúar 2010

Jón Gnarr heimsótti starfsmenn ÍAV

Það var enginn annar en „frambjóðandinn„ Jón Gnarr sem leit við fyrir skemmstu og heilsaði upp á starfsmenn ÍAV sem vinna við byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hann var í þeim erindagjörðum að kynna sig sem frambjóðanda „Besta flokksins“.

Verklok í Furugerði
04. febrúar 2010

Verklok í Furugerði

ÍAV afhentu fyrir skemmstu íbúðir, baðaðstöðu og matsal við Furugerði 1. Verkefnið var unnið fyrir Félagsbústaði og fólst í að byggt var ofan á fjölbýlishúsið við Furugerði.

Harpan heimsótt
01. febrúar 2010

Harpan heimsótt

Iðnaðarráðherra heimsótti Hörpuna í liðinni viku til að kynna sér verkefnið nánar og framkvæmdir við það. Óhætt er að segja að meirihluti þeirra iðngreina sem heyra undir Iðnaðarráðuneytið séu við störf í Tónlistarhúsinu, beint eða óbeint. Um 310 manns eru nú við störf á verkstað og fer fjölgandi.

Grænar byggingar í sókn
27. janúar 2010

Grænar byggingar í sókn

ÍAV tekur um þessar mundir þátt í að undirbúa stofnun „Vistvænnar byggðar“ sem er vettvangur um sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð. Síðastliðið vor kom hingað til lands, fulltrúi frá alþjóðlegum samtökunum BREEAM (BRE Environmental Assessment Method). Í kjölfarið var skipaður undirbúningshópur sem í voru fulltrúar verkfræðistofa, arkitektastofa, verktaka og opinberra aðila. Hópurinn hefur komið saman reglulega til að móta ramma utan um starfsemi „Vistvænnar byggðar“ ásamt því að móta framtíðarsýn fyrir félagið.