Fréttir

30. maí 2005

Einbýlishúsalóðir við Þrastarhöfða

ÍAV hefur óskað eftir tilboðum í 16 einbýlishúsalóðir við annann áfanga við Þrastarhöfða í Mosfellsbæ. Gögn um málið voru send áhugasömum sl. föstudag og eins verða lóðirnar auglýstar í dag mánudag og næstkomandi miðvikudag.

22. maí 2005

Einbýlishúsalóðir við Þrastarhöfð í Mosfellsbæ.

Einbýlishúsalóðir við Þrastarhöfð í Mosfellsbæ. ÍAV auglýsir eftir tilboðum í 15 einbýlishúsalóðir við Þrastarhöfða í Mosfellsbæ og er tilboðsfrestur til og með 12. júní næstkomandi.

Bygging sundlaugar á Eskifirði
29. apríl 2005

Bygging sundlaugar á Eskifirði

Nýverið undirrituðu ÍAV og Eignarhaldsfélagið Fasteign hf samning um byggingu nýrrar sundlaugar á Eskifirði. Um er að ræða 25 metra útisundlaug, rennibrautarlaug, vaðlaug, tvo heita potta og aðalbyggingu. Aðalbyggingin verður tæplega 540 fm, að stærð, auk gufu og kjallara, samtals rúmlega 1.100 fm. Samningsupphæð nam 328 mkr. Verkið mun hefjast fljótlega og eru verklok áætluð í mars 2006.

Samningur um stækkun Lagarfossvirkjunar undirritaður
08. apríl 2005

Samningur um stækkun Lagarfossvirkjunar undirritaður

ÍAV og RARIK hafa undirritað samning um byggingarhluta fyrir stækkun Lagarfossvirkjunar. Að afloknu útboði var ákveðið að ganga til samninga við ÍAV og hinn 14. mars s.l. gaf RARIK því út svokallað veitingarbréf þeim til handa. Undirritun verksamnings fór fram föstudaginn 8. apríl 2005. Verkefnið felur í sér stækkun stöðvarhúss til norðurs, nýtt inntak norðan við það sem fyrir er og þrýstivatnsstokk á milli nýja inntaksins og stöðvarhúsviðbyggingar. Ennfremur rýmkun aðrennslisskurðar með tilheyrandi vatnsvarnarvirkjum og stíflugerð, ásamt öðrum tengdum verkum sem falla undir verksamning.

ÍAV afhendir nýtt hótel
01. apríl 2005

ÍAV afhendir nýtt hótel

Hótel Reykjavík Centrum á horni Aðalstrætis og Túngötu opnaði formlega þann 1. apríl. Hótelið er 3.700 fermetrar að stærð á þremur til fjórum hæðum með samtals 89 íbúðum. Hótelið er að luta enduruppgerð á sögufrægum húsum; Uppsölum, Aðalstræti 16 og Fjalakettinum.

Útboð lóða í Þrastarhöfða
14. mars 2005

Útboð lóða í Þrastarhöfða

Föstudaginn 11. mars rann út frestur til að skila inn tilboðum í lóðir við Þrastarhöfða í Mosfellsbæ. Um er að ræða 13 einbýlishúsalóðir og eina parhúsalóð. Alls bárust 638 tilboð í lóðirnar frá 80 aðilum. Hæstu boð í allar einbýlishúsalóðirnar voru á bilinu 12,5 – 15 milljónir króna. Lóðirnar verða byggingarhæfar 15. júlí nk.

10. mars 2005

Verksmiðju- og skrifstofuhúsnæði Lýsis

Í byrjun mars 2004 var hafist handa við byggingu húsnæðis fyrir Lýsi að Fiskislóð 5-9. Í húsinu verður öll meginstarfsemi fyrirtækisins, þ.e. tilraunastofa, verksmiðja og skrifstofa.

08. mars 2005

Sjálandsskóli í Garðabæ

ÍAV hófu í júní 2004 byggingu á Sjálandsskóla, nýjum grunnskóla fyrir Sjálands- og Grundarhverfi í Garðabæ.

Nýr vefur ÍAV
11. febrúar 2005

Nýr vefur ÍAV

Í dag var nýr vefur ÍAV hf. opnaður. Það er von okkar að hann verði okkar viðskiptavinum til gagns og ánægju. Við höfum lagt okkur fram um að gera íbúðahlutann aðgengilegan og markvissan þannig að sem auðveldast sé að finna íbúð við hæfi og fá sem skilmerkilegastar upplýsingar.