Fréttir

ÍAV, Marti og samstarfsfyrirtæki lægstbjóðendur í virkjun í Sviss
10. mars 2009

ÍAV, Marti og samstarfsfyrirtæki lægstbjóðendur í virkjun í Sviss

Opnuð hafa verið tilboð í 1.000 MW vatnsaflsvirkjun í Sviss. ÍAV var meðbjóðandi í verkefnið í félagi með Marti-group, Toneatti frá Sviss og Tubau frá Slóvakíu og átti samsteypan lægsta tilboðið í verkefnið. Marti-group sem er samstarfsaðili ÍAV við gerð Bolungarvíkurganga er í forsvari fyrir samsteypuna. Tilboð samsteypunnar er um 70 milljarðar króna.


Tveimur kílómetrum náð í Bolungarvíkurgöngum
09. mars 2009

Tveimur kílómetrum náð í Bolungarvíkurgöngum

Vinna við gröft Bolungarvíkurganga gengur vel. Frá Hnífsdal voru sprengdir 49 metrar í síðustu viku og er heildarlengd þeim megin orðin 986 metrar. Frá Bolungavík voru sprengdir 42 metrar og er heildarlengd þeim megin frá orðin 1.033 metrar. Samtals er því búið að sprengja 2.019 metra eða tæplega 40% af heildarlengd ganganna sem verða 5.1 kílómetri að lengd.

09. mars 2009

Tilkynning frá Nýja Kaupþingi og ÍAV

Nýja Kaupþing og ÍAV hafa átt í viðræðum um endurskipulag á efnahag fyrirtækisins og tengdra félaga. Niðurstaða í viðræðunum liggur ekki fyrir en ÍAV fellur að verklagsreglum Nýja Kaupþings um úrlausn útlánavandamála sem settar hafa verið fram af bankanum. Miðað við núverandi afborganaferli lána, gengis og vaxtastig reyndist hins vegar nauðsynlegt að endursemja um lán félagsins við bankann.

Framkvæmdir ganga vel í Sjálandsskóla
04. febrúar 2009

Framkvæmdir ganga vel í Sjálandsskóla

ÍAV byggja nú annan áfanga Sjálandsskóla í Garðabæ en fyrsti áfangi, sem ÍAV byggði einnig, var tekin í notkun árið 2005. Annar áfangi samanstendur af íþróttahúsi, sundlaug, ýmiss konar æfingarsölum ásamt margnota stórum sal sem nýtist m.a. undir mötuneyti og skemmtanir.

Metanstöð opnuð á Bíldshöfða
02. febrúar 2009

Metanstöð opnuð á Bíldshöfða

ÍAV hafa afhent N1 nýja glæsilega þjónustustöð við Bíldshöfða en þar hefur verið opnuð ný og fullkomin metanafgreiðsla. Um er að ræða fyrstu fullbúnu þjónustumiðstöðina fyrir metanbíla á Íslandi, með sjálfsafgreiðslu fyrir bæði fólksbíla og stærri þjónustubíla. Það var Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sem opnaði stöðina formlega með því að dæla metani á fyrsta bílinn sem nýtir þessa nýju aðstöðu.

Mánatún í mótun
02. febrúar 2009

Mánatún í mótun

Framkvæmdum við fjölbýlishús í Mánatúni miðar vel áfram. Uppsteypa Mánatúns 3 og 5 er langt komin og reiknað er með að sú vinna klárist í lok mars.

Til hamingju með glæsilega aðstöðu
31. janúar 2009

Til hamingju með glæsilega aðstöðu

Íslenskir aðalverktakar óska Heilsuræktarstöðinni Hreyfingu og Blue Lagoon Spa til hamingju með glæsilega nýja heilsulind með þakklæti fyrir samstarfið. Heilsulindin er í nýju og glæsilegu húsi við Glæsibæ í Reykjavík.

05. janúar 2009

Tímabundin frestun á vinnu við byggingu Tónlistarhúss

Allra síðustu mánuði hafa staðið yfir viðræður við Austurhöfn TR, sem er samstarfsvettvangur ríkis og Reykjavíkurborgar vegna byggingar og reksturs Tónlistarhúss, um kaup Austurhafnar á Eignarhaldsfélaginu Portusi sem er aðili að verksamningi við ÍAV um byggingu Tónlistarhússins. Ekki hefur enn tekist að ljúka þessum viðræðum, en þær eru flóknar og snerta m.a. ríkið, Reykjavíkurborg, Gamla Landsbankann, Nýja Landsbankann auk ÍAV.