Fréttir

Samningar um Bolungarvíkurgöng undirritaðir
08. apríl 2008

Samningar um Bolungarvíkurgöng undirritaðir

Skrifað hefur verið undir samninga um gerð Bolungarvíkurganga milli ÍAV og Marti Contractors frá Sviss og Vegagerðarinnar. Undirritunin fór fram í Ráðhúsinu í Bolungarvík þriðjudaginn 8. apríl s.l.<br><br> Íslenskir aðalverktakar og Marti Contractors áttu lægsta tilboðið í jarðgangagerðina en tilboðið hljóðaði uppá 3.479.000.000.- kr eða tæpa þrjá og hálfan milljarð króna sem er um 88 % af áætluðum kostnaði. Tilboð í göngin voru opnuð hjá Vegagerðinni 22. janúar s.l.


ÍAV á Framadögum
31. janúar 2008

ÍAV á Framadögum

Framadagar 2008 voru haldnir í Háskólabíói föstudaginn 1. febrúar. Alls kynntu þar rúmlega 30 fyrirtæki starfsemi sína og var þetta í fyrsta skipti sem ÍAV tóku þátt.

ÍAV buðu lægst í Óshlíðargöng
24. janúar 2008

ÍAV buðu lægst í Óshlíðargöng

Íslenskir aðalverktakar og Marti Contractors áttu lægsta tilboðið í gerð Óshlíðarganga. Tilboðið hljóðaði upp á 3.479 milljónir króna og var 87,88% af áætluðum kostnaði sem hljóðaði upp á 3.959 milljónir króna.