Fréttir

Íþróttaakademía
15. nóvember 2004

Íþróttaakademía

ÍAV hófu um miðjan nóvember 2004 byggingu fyrsta áfanga Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ. Í Íþróttaakademíunni mun fara fram kennsla í íþróttafræðum á háskólastigi. Byggingu fyrsta áfanga hússins verður lokið næsta haust og mun skólastarf hefjast í september 2005.

Bygging Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ hafin
13. nóvember 2004

Bygging Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ hafin

Þann 13. nóvember sl. var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu fyrsta áfanga Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ. Í Íþróttaakademíunni mun fara fram kennsla í íþróttafræðum á háskólastigi. Byggingu fyrsta áfanga hússins verður lokið næsta haust og mun skólastarf hefjast í september 2005.

Íþróttamannvirki í Garðabæ formlega opnað
10. október 2004

Íþróttamannvirki í Garðabæ formlega opnað

Nýtt stórglæsilegt íþróttamannvirki við Skólabraut í Garðabæ var formlega opnað þann 10. október sl. Byggingin er um 4.200 fm að stærð á tveimur hæðum. Í íþróttamannvirkinu er m.a. tvöfaldur handboltavöllur, kennslusundlaug með heitum potti, sex búningsklefar og hlaupabraut. Starfsmenn ÍAV hófu byggingaframkvæmdir í júní 2003.

Rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri fullbúið
01. október 2004

Rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri fullbúið

Þann 1. október, skiluðu ÍAV fullbúnu rannsókna- og nýsköpunarhúsi við Háskólann á Akureyri. Um einkaframkvæmd er að ræða, ÍAV sáu um byggingu hússins, Landsafl er eignaraðili þess og ISS mun reka húsið fyrir menntamálaráðuneytið næstu 25 árin.

Góð sala íbúða við Þrastarhöfða
28. september 2004

Góð sala íbúða við Þrastarhöfða

ÍAV eru nú með í byggingu stórglæsilegt fjölbýlishús við Þrastarhöfða 4-6 vestast í Mosfellsbæ. Húsið er hannað af Arcus arkitektum með þarfir fjölskyldufólks í huga. Um er að ræða tvo stigaganga í sambyggðu L-laga fjölbýlishúsi. Húsið er þriggja hæða með 22 íbúðum og 14 bílastæðum í bílageymslukjallara.