Starfsemi

IAV Fastthjonusta Smidir


Þjónustudeild er með megin áherslu á fasteignaþjónustu, þ.e. rekstur fasteigna, viðhaldsvinnu og endurbætur á fasteignum ásamt nýbyggingum.


Einnig sérhæfir fyrirtækið sig í þjónustu og ráðgjöf tengdri viðhaldsvinnu og endurbótum á fasteignum ásamt því að verkefnastýra og sjá um framkvæmdir á smærri verkefnum við húsbyggingar.

Starfsmenn félagsins hafa yfir að ráða viðamikilli þekkingu á byggingum og öðrum mannvirkjum á Ásbrú.

Starfsmenn félagsins eru einnig sérþjálfaðir til að vinna með efni á borð við asbest og að fjarlægja ýmis konar spilliefni í samstarfi við innlenda sem erlenda sérfræðinga.

Deildin annast framkvæmdir vegna viðhalds eða endurbygginga fyrir fasteignaeigendur og húsfélög. 

ÍAV býður húsfélögum, fasteignaeigendum og fasteignanotendum upp á umsjón með framkvæmdum, framkvæmdir og þjónustusamninga.

Einungis verkefnum sem formlega eru samþykkt af eiganda er hrint í framkvæmd. Fylgst er með framvindu og raunkostnaði. 

Umsjón með framkvæmdunum

Fyrir umfangsmeiri verkefni eru gerð útboðsgögn og tilboða er aflað í verkið. Fyrir minni verkefni eru gerðar skriflegar verkbeiðnir í gagnagrunni.

ÍAV getur annast:

 • Verk- og byggingastjórnun
 • Eftirlit með gæðum
 • Kostnaðargát og kostnaðareftirlit
 • Framvindu og verktímaeftirlit

Framkvæmdir

Deildin getur einnig starfað sem verktaki við framkvæmdir með aðgang og samninga við fagmenn á öllum sviðum byggingariðnaðar..  Allar slíkar ákvarðanir eru ávallt gerðar í samráði við eiganda fasteignarinnar.

 • Tjónaþjónusta
 • Viðhald
 • Endurbætur
 • Nýsmíði

Þjónustusamningar

ÍAV býður húsfélögum og fasteignafélögum  þjónustusamning um nánast allt sem viðkemur rekstri og umsjón fasteigna.

Algengustu tegundir þjónustusamninga ná til eftirfarandi þátta:

 • Regluleg skoðun, árleg ástandsskoðun sameignar og fasteignar
 • Skýrsla gefin út og yfirfarin með tengiliði fasteignar
 • Tillögur og kostnaðaráætlun um fyrirbyggjandi og reglulegt viðhald
 • Húskerfi yfirfarin og endurstillt. Leiðbeiningar um rekstrarkostnað

Leitið upplýsinga hjá Grétari I Guðlaugssyni - gretarg  (hja) iav.isAf hverju ÍAV Þjónusta?