Starfsemi

Tvaeniur700ÍAV hf. er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki Íslands og er félagið öflugur þátttakandi á öllum sviðum byggingariðnaðar og mannvirkjagerðar hvort sem um er að ræða, jarðvinnu, gatnagerð, jarðgangagerð, opinberar byggingar atvinnuhúsnæði eða íbúðarhúsnæði.

Stærsta verk ÍAV er Harpa, ráðstefnu og tónlistarhús Reykjavíkur en ÍAV stýrði því verki á öllum stigum framkvæmda ásamt því að stýra hönnun byggingarinnar.

Af öðrum verkum má nefna Vatnsfellsvirkjun, Háskólatorg, Vöruhótelið, þjónustubyggingu Alþingis og Grand hótel.

Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið unnið ótal verkefni af þessu tagi og má sjá dæmi um nokkur þeirra hér.

ÞJÓNUSTA NÁMUR


Jarðvegsboranir

Hér má skoða myndband sem sýnir hvernig þessi framkvæmd á sér stað.



Samstarf ÍAV og PBU (UK) Ltd.

ÍAV hefur samið við borverktakann PBU í Bretlandi um samstarf á íslenska markaðinum. Samningurinn gerir ÍAV kleift að bjóða hagstæð kjör á jarðvegsborun fyrir lagnir með sérhæfðum tækjum og þrautþjálfuðum bormönnum.

Nánari upplýsingar hér.

Ábendingar