ÍAV Þjónusta

 

Hjá  ÍAV Þjónustu  starfa  sérfræðingar í húsbyggingum og rekstri  fasteigna. Við  veitum ráðgjöf, höfum umsjón með og önnumst  viðhald, rekstur  og endurbætur á húsnæði, hvort sem er íbúðum eða atvinnuhúsnæði.

Við bjóðum örugga, áreiðanlegaog framúrskarandi þjónustu sem byggir á yfir 60 ára reynslu og þekkingu af húsbyggingum.

Sparnaður - Betra ástand eigna

Með réttum upplýsingum, reynslu og þekkingu er unnt að spara umtalsvert í viðhaldi og rekstri á húsnæði

 • Fagleg ákvarðanataka
 • Smá viðvik eru afgreidd strax samhliða ástandsskoðun
 • Reglulegt viðhald er hagkvæmara en að lagfæra þegar skemmdir eru orðnar
 • Sóun verður lágmörkuð, sparnaður í rekstri og orkunotkun
 • Hagkvæmustu leiðir eru farnar í viðhaldi og rekstri
 • Við ákvarðanir er tekið  mið af heildarkostnaði, bæði viðhalds- og rekstrarkostnaði
 • Síður er hætta á að fasteign drabbist niður. Líftími bygginga verður lengri og heildar rekstrar- og viðhaldskostnaður verður lægri.
 • Ástandbyggingar verður betra, gert er strax við sem minnkar líkur á meiri skaða.


Með markvissri kerfisbundinni ástandsskoðun og umsjón eykst þannig verðmæti fasteignar sem einnig leiðir til betri nýtingar því ánægðir  notendur eru besta auglýsingin  fyrir leigusalann og eignirnar.


Aukinn tími fyrir kjarnastarfsemina

Stjórnendur fyrirtækja sem nýta sér fasteignaþjónustu ÍAV gefst meiri tími til að sinna kjarnastarfsemi fyrirtækjanna sjálfra og til að efla sinn hag. Stjórnendur hafa þá rýmri tíma til þess sem þeir gera best og fá sérhæfða aðila til að sjá um aðra hluti, við sjáum um fasteignina.

Fullyrða má að verkaskipting skili sér í betri rekstri fyrirtækisins.


Reynsla og þekking

Hjá félaginu er yfir 60 ára reynsla af framkvæmdum og viðhaldsstjórnun.

Hjá félaginu starfar úrval iðnmeistara tækni- og iðnaðarmanna auk þess sem fyrirtækið á í samstarfi við fjölda sérhæfðra aðila.


Gagnagrunnur - upplýsingavefur

Unnið er með öflugan miðlægan gagnagrun um fasteignirnar og verkbeiðnakerfi. Húseigandi getur haft aðgang að gagnagrunni og þar má geyma allt er varðar eign:

 • Yfirsýn yfir fasteignir, stærðir, ástand, notendur og þjónustuaðilar
 • Teikningar, verklýsingar og ljósmyndir
 • Áætlanagerð til næstu ára um fyrirbyggjandi og reglulegt viðhald
 • Verkbeðnir og eftirfylgni með aðgerðum og stöðu á verkbeiðnum
 • Möguleiki á úrvinnslu upplýsinga svo sem kostnaðareftirliti og orkunotkun
 • Fundargerðir og samningar ofl. Öll sagan er á einum stað

Réttar upplýsingar eru fyrir hendi við ákvarðanatöku. Áætlun til næstu ára um fyrirbyggjandi viðhald er gerð. Verkbeiðnakerfi og nákvæm skráning á stöðu verkefna, allt á einum stað.


Vottað gæðakerfi - skýrir verkferlar

ÍAV er með vottað gæðakerfi skv. ISO 9001:2015 m.a. fyrir verkefnastjórnun og framkvæmdir. Fasteignaþjónusta ÍAV vinnur  eftir vel skilgreindum verkferlum.

Við beitum öflugri verkefnastjórnun.

Fyrimæli um allar aðgerðir eru skýr, þau eru skrifleg og þeim er markvisst fylgt eftir. Öll samskipti eru skráð og  rekjanleg.

 

Metnaður til framúrskarandi þjónustu

Við leggjum metnað íþá vinnu sem við tökum að okkur til að gera viðskiptamenn ÍAV fasteignaþjónustuánægða með þjónustuna.

Við leggjum áherslu á:

 • Örugg og vönduð vinnubrögð
 • Umgengni til fyrirmyndar
 • Áreiðaleiki, okkur er hægt að treysta
 • Framúrskarandi þjónusta frá a-ö
 • Rekjanleiki og vönduð skráning


Þjónustuborð

Bætt þjónusta. Þjónustuborð er opið allan sólarhringinn og einn umsjónaraðili annast eignina.

Þjónustusíminn er 530 4200