Starfsemi
Námur

ÍAV rekur malavinnslu og sölu á þremur stöðum á suðvesturhorni landsins, í Lambafelli í Þrengslum, í Stapafelli og Rauðamel á Suðurnesjum. Í námunum í Lambafelli og Stapafelli eru seld bæði unnin og óunnin fyllingarefni til mannvirkjagerðar.
Í námunni í Rauðamel eru unnin og seld fylliefni í steinsteypu og er sú framleiðsla með heimild til CE – merkingar á framleiðslunni.
ÍAV leggur kapp á að geta sýnt fram á gerð efnisins sem selt er, þannig að viðskiptavinurinn þurfi ekki að fara í grafgötur með hvaða efni hann er að kaupa. Ávallt eru til staðar á vefnum nýjustu upplýsingar um efnisgæði og kornakúrfur.
Lambafellsnáma hefur farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og fyrir liggur deiliskipulag af svæðinu.
Sjá efnistegundir - tækniblöð.
Í Stapafelli og Rauðamel er í gangi vinna við mat á umhverfisáhrifum og í kjölfarið af því vinna við deiliskipulag svæðisins.
Bréf til viðskiptavina Íslenskra aðalverktaka hf í námum 23. maí 2022
Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum fyrir Lambafell
Deiliskipulag fyrir Lambafell: Greinargerð | Kort og teikningar