Bolungarvíkurgöng
Ósafl, sem er dótturfélag ÍAV og Marti Contractors frá Sviss byggði Bolungarvíkurgöng.
Félagið átti lægsta tilboðið í jarðgangagerðina en það hljóðaði uppá tæpa þrjá og hálfan milljarð króna sem er um 88 % af áætluðum kostnaði.
Um er að ræða 8,7 metra breið, 5,1 km löng jarðgöng, byggingu um 310 metra langra steinsteyptra vegskála, gerð um 3,0 km langra vega og byggingu tveggja steinsteyptra brúa yfir Hnífsdalsá og Ósá.
Undirbúningur framkvæmda hófst í byrjun maí 2008 með aðstöðusköpun og mokstri inn að berginu en byrjað var að sprengja sjálf göngin síðsumars 2008. Veturinn 2008 var gangnagerðinni svo haldið áfram og sumarið 2009 var unnið við vegskála og vegagerð í tengslum við göngin. Fullnaðar frágangur gangnanna fór síðan fram veturinn '09- '10 og göngin voru afhent verkkaupa sumarið 2010.
Verkkaupi | Vegagerð ríkisins |
Verk hafið | 2008 |
Verklok | 2010 |
Verkhönnun |
Hönnunardeild vegagerðarinnar |
Verktaki | Ósafl - dótturfélag ÍAV og Marti Contractors |
Eftirlit | Geotek |