Brú yfir Gígjukvísl

Lengd brúarinnar er 300 m og er yfirbyggingin öll steypt og stendur brúin á 7 stöplum og er haf á milli stöpla 50 m. Landbrýr 18 m langar eru við hvorn enda brúar og eru þær byggðar á stálbitum og er gólf í landbrúm er steypt.

Í hverjum sökkli undir stöplum voru reknir niður 36 steyptir staurar 27x27 cm og 20m að lengd. Verkkaupi sá um niðurrekstur stauranna.

Alls fóru um 4460 rm. af steypu í brúnna og fóru um 60% af því í yfirbyggingu brúarinnar. Miðhluti brúarinnar 1.áfangi var 130 m langur og fór í hann um 1150 rm. af steypu og var á sínum tíma sagt vera stærsta samfellda steypa sem hafi verið framkvæmd hér á landi, en það tók 40 klst. að steypa þennan hluta 2. og 3. áfangi voru 85 m.langir hvor um sig og fór um 800 rm. í hvorn áfanga.

Helstu magntölur:

Fyllingar í veg: 153.000 m3 Mótafletir: 5.9950 m2
Burðarlög: 10.100 m3 Slakbent járnalögn: 214 tonn
Fyllingar í varnargarða: 107.000 m3 Spennt járnalögn: 81,5 tonn
Rofvarnir og grjótnám: 51.400 m3 Steypa: 4.460 m3
Klæðning: 12.000 m3 Stálsmíði: 26 tonn

 

Verkkaupi Vegagerðin
Hönnun VST
Verk hafið Nóvember 1997
Verklok Ágúst 1998
Eftirlit  Verkfræðistofa Suðurlands
63.939717,-17.367956|/media/27773/Gigjukvisl.png?width=250&height=109&mode=crop|Brú yfir Gígjukvísl|/starfsemi/verk/fyrri-verk/gatnagerd-og-jardvinna/bru-yfir-gigjukvisl/| Lengd brúarinnar er 300 m og er yfirbyggingin öll steypt og stendur brúin á 7 stöplum og er haf á milli stöpla 50 m.|terrain | blue | Nánar