Háspennulögn fyrir OR

Verkið fólst í lagningu 132kV rafstrengs á milli aðveitustöðva við Korpu og Borgartún, alls 10,2 km. Einnig var lagður fjarskiptastrengur sömu leið. ÍAV annaðist alla stjórnun verksins.

OR sér um útdrátt og tengingar á strengjunum. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um borun rannsóknarhola og Línuborun stefnustýrða borun undir umferðamannvirki og ár.

Borað var undir 16 umferðamannvirki ásamt eystri kvísl Elliðaár. Alls voru grafnir 3.600 metrar skurða frá Sæbraut til Borgartúns og lagðir u.þ.b. 1.300 m af rafstreng. Verkið hófst í september 2007 en því lauk í október 2008.

Gísli Þór Guðjónsson sér um framkvæmdina fyrir hönd ÍAV.

Verkkaupi Orkuveita Reykjavíkur
Verk hafið Desember 2007
Verklok Júní 2009
Ransóknarholur Ræktunarsamband Flóa og Skeiða
Stefnustýrð borun Línuborun
Hönnun og eftirlit Orkuveita Reykjavíkur
64.147562,-21.751897|/media/27748/OR_Strengur.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Háspennulögn fyrir OR|/starfsemi/verk/fyrri-verk/gatnagerd-og-jardvinna/haspennulogn-fyrir-or/| Verkið fólst í lagningu 132kV rafstrengs á milli aðveitustöðva við Korpu og Borgartún, alls 10,2 km. Einnig var lagður fjarskiptastrengur sömu leið. ÍAV annaðist alla stjórnun verksins.|terrain | blue | Nánar