Jarðgöng við Kárahnjúka

 

Aðkomugöng undir stæði Kárahnjúkastíflu. Verkið fólst í gerð 720 metra langra jarðganga í vesturbakka Jökulsár á Dal undir stíflustæði Kárahnjúkastíflu, neðan við stífluna í Hafrahvammsgljúfri.

Göngin eru um 6 metra há og annað eins á breidd með 13,5% halla inn undir stífluna.

Íslenskir aðalverktakar settu upp Internetsamband um gervihnött vegna framkvæmda við Kárahnjúkaveg haustið 2002, fjarskiptastöð til að þjóna starfsmönnum ÍAV á staðnum. Um var að ræða 512 Kb sítengt samband um Eutelsat-gervihnött með IP-síma. Stöðin var í um 730 metra hæð yfir sjávarmáli og því sú hæsta á landinu.

 

Verkkaupi Landsvirkjun
Hönnun VST
Verk hafið Desember 2002
Verklok Apríl 2003
Eftirlit  Hönnun
64.949278,-15.80028|/media/27746/Adkomugong_Karahnjukar.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Jarðgöng við Kárahnjúka|/starfsemi/verk/fyrri-verk/gatnagerd-og-jardvinna/jardgong-vid-karahnjuka/| Aðkomugöng undir stæði Kárahnjúkastíflu. Verkið fólst í gerð 720 metra langra jarðganga í vesturbakka Jökulsár á Dal undir stíflustæði Kárahnjúkastíflu, neðan við stífluna í Hafrahvammsgljúfri.|terrain | blue | Nánar