Gatnagerð og jarðvinna

ÍAV hefur samið við Landsnet um lagningu jarðstrengs milli Korpu og Rauðavatns. Verkið felst í að grafa fyrir og leggja 132 kV jarðstreng, Korpulínu (KO1), ásamt fjarskiptarörum. KO1 er um 6,7 km löng og liggur milli tengivirkisins á Geithálsi og tengivirkisins Korpu við Vesturlandsveg. Jarðstrengslögnin samanstendur af þremur einleiðarastrengjum.


Verkið felst einnig í að grafa fyrir og leggja 132 kV jarðstreng, Rauðavatnslínu 1 (RV1), ásamt fjarskiptarörum. Rauðavatnslína er um 2,4 km á lengd og liggur milli tengivirkisins á Geithálsi og aðveitustöðvar A12 sunnan Rauðavatns. Veitur munu einnig láta leggja 11 kV strengi í skurðinn hluta leiðarinnar. Jarðstrengslögnin RV1 samanstendur af þremur einleiðarastrengjum en strengur Veitna er gerður úr þremur leiðurum innan sömu strengkápu.

Verkkaupi Landsnet
Verk hafið Sumar 2020
Verklok Sumar 2021
Verkhönnun Efla
Eftirlit Verkís