Kubbur - Snjóflóðavarnir á Ísafirði

Verkið felur í sér uppsetningu á stoðvirki úr stáli, (snow bridges), einnig kallaðar stálgrindur eða grindur, á upptakasvæðum snjóflóða til snjóflóðavarna í Bröttuhlíð í fjallinu Kubba ofan Holtahverfis á Ísafirði.

Framkvæmdarsvæðið er í 100 – 350 metrum yfir sjávarmáli í brattri fjallshlíð og klettabeltum og er lagður vegslóði upp að 160 metrum til að auðvelda flutning á starfsmönnum og efni. Heildarlengd stoðvirkjanna er um 1.992 metrar, dreift á 29 línur og bora þarf 1.400 holur fyrir bergfestur og moka fyrir 700 undirstöðum sem halda uppi grindunum.

Þar sem aðstæður eru erfiðar sökum hæðar og legu lands, verða þyrlur notaðar að mestu leyti við efnisflutninga. Gert er ráð fyrir að aðeins sé hægt sé að vinna við verkið yfir sumarmánuðina vegna veðurs og snjóa.

 

Verkkaupi

Ísafjarðarbær

Verk hafið Ágúst 2016
Verklok September 2018
Burðarþol Verkís
Byggingastjórn ÍAV
Verkumsjón  Framkvæmdasýsla ríkisins
66.074436, -23.144602|/media/181235/69151324_2463697807010511_1540422890095116288_o.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Kubbur - Snjóflóðavarnir á Ísafirði|/starfsemi/verk/fyrri-verk/gatnagerd-og-jardvinna/kubbur-snjoflodavarnir-a-ísafirdi/| Verkið felur í sér uppsetningu á stoðvirki úr stáli á upptakasvæðum snjóflóða til snjóflóðavarna í fjallinu Kubba ofan Holtahverfis á Ísafirði |terrain | blue | Nánar