Sjávarlögn fyrir HS Orku

Verkið felst í að leggja um 4,5 km langa stofnlögn frá niðurdælingarsvæði orkuversins við Þorbjarnarfell til sjávar í Arfadalsvík sem er vestan við Grindavík. Lögnin er að mestu niðurgrafin DN 500 mm stálpípa í q 630 mm plastkápu en næst niðurdælingarsvæðinu er hún DN 400 mm og ofanjarðar.

Lögnin liggur um óslétt hraun og skal jafna og byggja upp um 8 m breytt vegstæði fyrir vinnuslóða og lögnina. Gert er r´ð fyrir að uppgrafið efni úr veg- og skurðstæði verði notað í undirfyllingar í lagnaleiðinni en einnig skal fylla með aðkeyrðu fyllingarefni. 

Lögnina skal tengja við ofanjarðaræð á niðurdælingarsvæðinu. Í Lagnaskurð fyrir lögnina skal einnig leggja blástursrör fyrir ljósleiðara.

Tveir loka- og tengibrunnar eru á lögninni og felst verkið einnig í því að steypa brunnana og setja upp loka og tæmingarlögn í þeim. Þeir eru um 10 fermetrar að grunnfleti hvor.

Helstu magntölur:

Gröftur í laus jarðlög                        17.000 m³

Klapparskering                                 15.000 m³

Fylling aðkeyrðt efni                         18.000 m³      

Fylling með uppgröfnu efni               18.000 m³

Pípulögn,söndun og suða                   4.480 m

Steypumót                                             200 m²

Járnbending                                       2.000 kg

Steynsteypa                                            25 m³

Verkkaupi

HS Orka hf

Verk hafið September 2015
Verklok Júlí 2016
Hönnun Verfræðistofan Verkís hf
Eftirlit Verkfræðistofa Suðurnesja. Skúli Ágústsson
63.877615, -22.435356|/media/148286/Gusti_01.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Sjávarlögn fyrir HS Orku|/starfsemi/verk/fyrri-verk/gatnagerd-og-jardvinna/sjavarlogn-fyrir-hs-orku/| Verkið felst í að leggja um 4,5 km langa stofnlögn frá niðurdælingarsvæði orkuversins við Þorbjarnarfell til sjávar í Arfadalsvík sem er vestan við Grindavík. |terrain | blue | Nánar