Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði

Varnargarðarnir á Brún voru boðnir út og hlaut ÍAV verkið sem fólst í að byggja tvo garða, leiðigarð og þvergarð úr, jarðefnum og bergskeringum af vinnusvæðinu.

Vinnusvæðið var í rúmlega 620 m hæð yfir sjávarmáli.

Í verkinu fólst einnig að leggja vegslóða innan garðsvæðisins í framhaldi að vegslóðanum sem lagður var upp að vinnusvæðinu árið 2002.

Einnig fólst í verkinu að grafa framræsluskurði og hlaða grjóti í garðtá þvergarðs til styrkingar og varnar grjóthruni fram af Brún og rofi af völdum afrennslisvatns af svæðinu.

Helstu verkþættir í verkinu samkvæmt útboðsgögnum voru:

  • Gerð vegslóða og vinnuvegslóða.
  • Gröftur framræsluskurða.
  • Fylling í varnargarða.
  • Fylling í kjarnann.
  • Koma fyrir þekjugrjóti til rofvarnar í opinn framræsluskurð.
  • Hlaða tágrjóti meðfram þvergarði til styrkingar og varnar.
  • Helstu magntölur voru fyllingar í garða 210.000 rúmmetra og
  • uppsetning netgrinda 6.145 fermetra. 
Verkkaupi Seyðisfjarðarkaupstaður
Frumathugun Verkfræðistofa Austurlands
Verk hafið Júní 2003
Verklok Júlí 2005
Hönnun frágangs og uppgræðslu Landslag
Eftirlit  Hönnun
65.261556,-14.001191|/media/27774/Snjoflodavorn_Seydisfjordur.png?width=250&height=109&mode=crop|Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði|/starfsemi/verk/fyrri-verk/gatnagerd-og-jardvinna/snjoflodavarnir-a-seydisfirdi/| Varnargarðarnir á Brún voru boðnir út og hlaut ÍAV verkið sem fólst í að byggja tvo garða, leiðigarð og þvergarð úr, jarðefnum og bergskeringum af vinnusvæðinu.|terrain | blue | Nánar