Snjóflóðavarnir í Bolungarvík

Verkefnið fólst í byggingu á annars vegar 710 metra löngum varnargarði og hins vegar svonefndum keilum. Garðurinn og keilurnar verða byggðar úr jarðefnum sem eru fengin innan framkvæmdasvæðisins, bæði lausum efnum og efni úr bergskeringum.

Sú hlið garðsins og keilnanna sem snýr móti fjalli verður byggð upp með netgrindum og styrktum jarðvegi. Í verkinu er ennfremur innifalið rif mannvirkja, gerð vinnuvega, göngustíga og gerð drenskurða.

Helstu magntölur eru:

Drenskurðir 950 m, klapparsprenging/fleygun 91.000 m³, bygging varnargarðs og keila 370.000 m³, uppsetning netgrinda 11.000 m² og öryggisgirðing ofan á varnargarði 720 m.

Verkið var unnið á árunum 2008-2010.

 

Verkkaupi

Bolungarvíkurkaupstaður

Ofanflóðasjóður

 Verktaki

 Ósafl - dótturfélag ÍAV og Marti.

Frumathugun

Hnit

Orion ráðgjöf

Mat á umhverfisáhrifum Náttúrustofa vestfjarða
Verk hafið 2008
Verklok 2010
Verkhönnun

Línuhönnun

Verkmótun

Eftirlit  Framkvæmdasýsla ríkisins

 

 

66.131701,-23.173111|/media/43798/Bol_snjoflod1.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Snjóflóðavarnir í Bolungarvík|/starfsemi/verk/fyrri-verk/gatnagerd-og-jardvinna/snjoflodavarnir-i-bolungarvik/| Verkefnið fólst í byggingu á annars vegar 710 metra löngum varnargarði og hins vegar svonefndum keilum.|terrain | blue | Nánar