101 Skuggahverfi, 2.áfangi

Um er að ræða 2.áfanga af þremur í Skuggahverfi við Skúlagötu.

Annar áfangi samanstendur af fimm fjölbýlishúsum en alls er gert ráð fyrir 97 íbúðum í húsunum.

Hæsti turninn er 19 hæðir og stendur rúma 68 metra yfir sjávarmáli og er hann því hæsti íbúðaturn landsins. Verklegar framkvæmdir hófust við þennan áfanga í lok árs 2006 en nú liggja framkvæmdir tímabundið niðri.

Í byggingarnar hafa farið um 12.500 m3 af steypu, rúmlega 5.100 fm2 af gluggum, 2.800 fm2 af steinflísum og 2.600 fm2 af öðrum klæðningarefnum.

 

Verkkaupi 101 Skuggahverfi ehf
Verk hafið Desember 2006
Verklok 2011
Byggingaraðili ÍAV hf.
Arkitektar

Hornsteinar Arkitektar ehf.
Arkitekerne MAA Schimdt, Hammer & Lassen K/S

Burðarþol og lagnir Línuhönnun hf. (Nú EFLA)
Raflagnahönnun RTS Verkfræðistofa (Nú EFLA)
Hönnunarstjórnun og eftirlit Verkfræðistofa Þráinn og Benedikt ehf.
64.147061,-21.924157|/media/27849/101_Skuggahverfi_annar_afangi.jpg?width=250&height=109&mode=crop|101 Skuggahverfi, 2.áfangi|/starfsemi/verk/fyrri-verk/ibudarbyggingar/101-skuggahverfi-2afangi/| |terrain | blue | Nánar