Herjólfsgata í Hafnarfirði

Bygging tæplega fimmtíu glæsilegra og vandaðra íbúða fyrir 60 ára og eldri.

Húsin eru vel staðsett í jaðri óhreyfðs hraunsvæðis með útsýni til sjávar. Hraunsvæðið aftan við byggingarnar er verndað og við hönnun lóðarinnar var haft að leiðarljósi að láta hana falla vel að umhverfi og skerða ekki útsýni. Stutt er í lóðarmörk frá útveggjum húsanna og töluverður hæðarmunur. Þessi hæðarmunur var leystur með lyngmóa, beðum og hraunfláum út í óhreyft landið.

Áhersla er lögð á gott aðgengi fyrir gangandi, fatlaða og akandi. Val á yfirborðsefnum miðaðist við að lágmarka viðhaldsþörf á lóðinni.

ÍAV hlutu verðlaun frá Hafnarfjarðarbæ árið 2006 fyrir fallega lóð þar sem hraunið fær notið sín.

 

Verkkaupi Selt á almennum markaði
Verk hafið Október 2004
Verklok Apríl 2006
Byggingaraðili ÍAV
Arkitektar Hornsteinar
Burðarþolshönnun VSB
Lagnir og loftræstikerfi VSB
Raflagnahönnun RTS
64.075268,-21.972993|/media/27844/Herjolfsgata.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Herjólfsgata í Hafnarfirði|/starfsemi/verk/fyrri-verk/ibudarbyggingar/herjolfsgata-i-hafnarfirdi/| Bygging tæplega fimmtíu glæsilegra og vandaðra íbúða fyrir 60 ára og eldri.|terrain | blue | Nánar