Kirkjusandur - íbúðir og skrifstofubyggingar

Íslenskir aðalverkakar hf. sjá um uppbyggingu á Kirkjusandsreitnum, Kirkjusandur er nýr borgarhluti við sjávarsíðuna sem jafnframt rekur smiðshöggið á uppbyggingu strandlínu höfuðborgarinnar.

Um er að ræða byggingu bílakjallara, u.þ.b. 140 íbúðir auk þjónustu- og skrifstofubyggingar. Skiplagðir reitir svæðisins eru 6 talsins og nær samningur ÍAV til þriggja þeirra, reit B, C og D alls um 34.000 m2.

Byggingarnar eru staðsteyptar og eru klæddar að utan með sléttri og smábáraðri álklæðningu ásamt sementstrefjaplötum.

Íbúðir eru afhentar fullbúnar með innréttingum og gólfefnum. Afhending fyrstu íbúða er áætluð í byrjun árs 2020. Íbúðirnar verða svo afhentar með reglulegu millibili út verktímann, eftir því sem verkefninu miðar fram.

  

Verkkaupi 105 Miðborg og Íslandssjóðir
Verk hefst Mars 2018
Verkok Áætlað 2020
Arkitektar Schmidt-Hammer-Lassen, VA arkitektar og THG arkitektar
Verkfræðihönnun Lota verkfræðistofa
Eftirlit ÍAV
64.1478811,-21.8906639|/media/181175/DJI_0075-X_edited.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Kirkjusandur - íbúðir og skrifstofubyggingar|/starfsemi/verk/fyrri-verk/ibudarbyggingar/kirkjusandur-ibudir-og-skrifstofubyggingar/| Íslenskir aðalverkakar hf. sjá um uppbyggingu á Kirkjusandsreitnum, Kirkjusandur er nýr borgarhluti við sjávarsíðuna sem jafnframt rekur smiðshöggið á uppbyggingu strandlínu höfuðborgarinnar.|terrain | blue | Nánar