Aðalstræti 6
8.október 2014 var skrifað undir samning milli fasteignafélagsins Reita og ÍAV um breytingar á 8.hæð Aðalstrætis 6. Reitir sömdu um verkið við ÍAV án útboðs. Verkið var unnið í alverktöku. Þ.e. ÍAV sá um framkvæmdina að öllu leyti þ.m.t verkhönnun (frá samþykktum aðaluppdráttum) og fær greitt fasta þóknun fyrir.
Verkið fólst í því að rífa þáverandi 8.hæð hæð af Aðalstræti 6 og endurbyggja hæðina og innrétta 16 hótelherbergi.
Aðalstræti 6 var byggt árið 1955 eftir teikningum Gunnars Hanssonar arkitekts. Upphaflega var gert ráð fyrir að húsið yrði 11 hæðir en einnugis voru byggðar 7 hæðir auk bráðbrigðahæðar á 8.hæð sem var með skertri lofthæð.
Verkkaupi | Reitir |
Verk hafið | Október 2014 |
Verklok | 30. apríl 2015 |
Arkitektar | Arkís |
Burðarvirki og lagnir | Verkfræðistofa Þráinn og Benedikt |
Raflagnahönnun |
Trausti Sveinbjörnsson |
Eftirlit | Ferill |
64.148182, -21.941849|/media/126643/Adalstraeti_01.JPG?width=250&height=109&mode=crop|Aðalstræti 6|/starfsemi/verk/fyrri-verk/idnadar-og-verslunarhus/adalstraeti-6/| Reitir fasteignafélag hefur falið ÍAV verktökum framkvæmdir við endurbyggingu þakhæðar Aðalstrætis 6.|terrain | blue | Nánar