8.október 2014 var skrifað undir samning milli fasteignafélagsins Reita og ÍAV um breytingar á 8.hæð Aðalstrætis 6. Reitir sömdu um verkið við ÍAV án útboðs. Verkið var unnið í alverktöku. Þ.e. ÍAV sá um framkvæmdina að öllu leyti þ.m.t verkhönnun (frá samþykktum aðaluppdráttum) og fær greitt fasta þóknun fyrir.

Verkið fólst í því að rífa þáverandi 8.hæð hæð af Aðalstræti 6 og endurbyggja hæðina og innrétta 16 hótelherbergi.

Aðalstræti 6 var byggt árið 1955 eftir teikningum Gunnars Hanssonar arkitekts. Upphaflega var gert ráð fyrir að húsið yrði 11 hæðir en einnugis voru byggðar 7 hæðir auk bráðbrigðahæðar á 8.hæð sem var með skertri lofthæð. 

 

Verkkaupi Reitir
Verk hafið Október 2014
Verklok 30. apríl 2015
Arkitektar Arkís
Burðarvirki og lagnir Verkfræðistofa Þráinn og Benedikt 
Raflagnahönnun

Trausti Sveinbjörnsson

Eftirlit Ferill
64.148182, -21.941849|/media/126643/Adalstraeti_01.JPG?width=250&height=109&mode=crop|Aðalstræti 6|/starfsemi/verk/fyrri-verk/idnadar-og-verslunarhus/adalstraeti-6/| Reitir fasteignafélag hefur falið ÍAV verktökum framkvæmdir við endurbyggingu þakhæðar Aðalstrætis 6.|terrain | blue | Nánar