Byggingin við Bláa Lónið er fyrsti áfangi mannvirkis sem hýsir heilsu- og ferðaþjónustu við lónið.

Húsið er að hluta til á tveimur hæðum, auk lagnakjallara. Við hönnun þess var lögð megin áhersla á samspil nútímatækni og einstæðrar náttúru en byggingin er lögð í hraunjaðar Illahrauns.

Frá bifreiðastæði gesta að aðalinngangi hússins er gengið u.þ.b. tvöhundruð metra í hraungjá. Við tekur manngerður hraunveggur sem er leiðandi í gegnum forsal og veitingaraðstöðu, út á verönd við sjálft baðlónið og tengir húsið ósnortinni hraunbrún sem umlykur baðlónið.

Úr forsal er gengið í búnings- og baðaðstöðu, veitinga- og ráðstefnusal og ferðamannaverslun. Í gegnum glervegg forsalar- og veitingaaðstöðu blasir við útsýni yfir baðsvæði

 

Verkkaupi Eldvörp  
Verk hafið Júlí 1998
Verklok Júlí 1999
Byggingaraðili ÍAV hf.
Arkitektar VA arkitektar
Burðarþolshönnun Hönnun
Lagnahönnun Hönnun 
Raflagnahönnun Rafteikning
Loftræstikerfi Varmaverk
Eftirlit Verkfræðistofa Suðurnesja
63.880287,-22.449222|/media/43809/Blaalonid1.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Bláa Lónið|/starfsemi/verk/fyrri-verk/idnadar-og-verslunarhus/blaa-lonid/| Byggingin við Bláa Lónið er fyrsti áfangi mannvirkis sem hýsir heilsu- og ferðaþjónustu við lónið.|terrain | blue | Nánar