Bláa Lónið
Byggingin við Bláa Lónið er fyrsti áfangi mannvirkis sem hýsir heilsu- og ferðaþjónustu við lónið.
Húsið er að hluta til á tveimur hæðum, auk lagnakjallara. Við hönnun þess var lögð megin áhersla á samspil nútímatækni og einstæðrar náttúru en byggingin er lögð í hraunjaðar Illahrauns.
Frá bifreiðastæði gesta að aðalinngangi hússins er gengið u.þ.b. tvöhundruð metra í hraungjá. Við tekur manngerður hraunveggur sem er leiðandi í gegnum forsal og veitingaraðstöðu, út á verönd við sjálft baðlónið og tengir húsið ósnortinni hraunbrún sem umlykur baðlónið.
Úr forsal er gengið í búnings- og baðaðstöðu, veitinga- og ráðstefnusal og ferðamannaverslun. Í gegnum glervegg forsalar- og veitingaaðstöðu blasir við útsýni yfir baðsvæði
Verkkaupi | Eldvörp |
Verk hafið | Júlí 1998 |
Verklok | Júlí 1999 |
Byggingaraðili | ÍAV hf. |
Arkitektar | VA arkitektar |
Burðarþolshönnun | Hönnun |
Lagnahönnun | Hönnun |
Raflagnahönnun | Rafteikning |
Loftræstikerfi | Varmaverk |
Eftirlit | Verkfræðistofa Suðurnesja |
63.880287,-22.449222|/media/43809/Blaalonid1.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Bláa Lónið|/starfsemi/verk/fyrri-verk/idnadar-og-verslunarhus/blaa-lonid/| Byggingin við Bláa Lónið er fyrsti áfangi mannvirkis sem hýsir heilsu- og ferðaþjónustu við lónið.|terrain | blue | Nánar