Breyting á brottfararsal FLE

Verkið felst í því að rífa hluta núverandi gólfefna, loft og innveggi og farga því sem til fellur á viðeigandi hátt. Hæðin verður síðan endurinnréttuð og allar lagnir ásamt tæknikerfum aðlöguð að breyttu skipulagi.

Reisa þarf nýja innveggi, bæði kerfis- og gifsveggi. Loft verða að miklu leyti óbreytt en þó verður skipt um kerfisloft á tilteknum stöðum, auk þess sem timbureiningar verða hengdar upp undir niðurtekin loft á veitingasvæði. Forsteyptar einingar á plötukanti þriðju hæðar verða klæddar álplötum og loft yfir miðjusal og rúmgitter málað.

Þá skal smíða nokkra lága veggi og bekki sem skilja að almenningsrými og veitingasvæði, auk sérstakra innréttinga, s.s. upplýsingaborða.

Verkið verður framkvæmt í áföngum til að valda sem minnstri truflun á núverandi starfsemi í flugstöðinni sem verður í fullum rekstri á meðan á framkvæmdum stendur.

 Sjá Leifsstöð á Google

Verkkaupi ISAVIA ohf.
Verk hafið Október 2014
Verki lokið Apríl 2015
Arkitektar Andersen & Sigurdsson arkitektar
Raflagnahönnun Mannvit
Burðarþol, lagnir og loftræsikerfi Verkís
Eftirlit

Efla verkfræðistofa

63.997343, -22.623612|/media/142682/FLE06_a.JPG?width=250&height=109&mode=crop|Breyting á brottfararsal FLE|/starfsemi/verk/fyrri-verk/idnadar-og-verslunarhus/breyting-a-brottfararsal-fle/| Verkið felst í því að rífa hluta núverandi gólfefna, loft og innveggi og farga því sem til fellur á viðeigandi hátt. |terrain | blue | Nánar