Flugskyli Icelandair á Keflavíkurflugvelli

ÍAV hóf vinnu við lagnir í jörðu og undirstöður flugskýlisins í september 2016.  Byggingarnar sem tvöfalda viðgerðar- og viðhaldsaðstöðu Icelandair í Keflavík er með samanlagðan grunnflöt uppá 10.700 m2.  Þar af er sjálfur viðgerðarsalurinn 6.750 m2 og rúmar samtímis tvær af stærstu flugvélum Icelandair, Boeing 767-300 eða sambærilegar. 

Tengd viðgerðarsalnum er bygging fyrir varahluta- og efnislager uppá 3.900 m2 sem er að hluta til á tveimur hæðum.  Auk þess var reist 2.900 m2 tengibygging við það skýli sem var til staðar fyrir.  Sá hluti hýsir starfsmannaaðstöðu, skrifstofur og sérhæfð verkstæði.

Sjá nánar um verkið hér.

 

Verkkaupi Iceeignir ehf. fyrir hönd ITS
Verk hafið September 2016
Verklok Apríl 2018
Arkitektar THG Arkitektar ehf.
Burðarþolshönnun Ferill ehf
Lagnir og loftræstikerfi Ferill ehf
Raflagnahönnun Verkhönnun ehf
Eftirlit Ferill ehf

 

63.994731, -22.635384|/media/170149/Flugskyli_02.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Flugskyli Icelandair á Keflavíkurflugvelli|/starfsemi/verk/fyrri-verk/idnadar-og-verslunarhus/flugskyli-icelandair-a-keflavikurflugvelli/| Bygging nýs flugskýlis fyrir Icelandair við Keflavíkurflugvöll|terrain | blue | Nánar