HB Grandi – Marshall hús

Húsið var byggt á sínum tíma fyrir síldarverksmiðju. Sambærileg starfsemi hefur verið frá upphafi en undanfarin ár hefur það staðið að mestu tómt. Árið 2014 var viðbygging norðvestan þess rifin og fjarlægð en gólfplata hennar skilin eftir. Skipt var um glugga í öllu verksmiðjuhúsinu og gert við steypu utanhúss og það málað. Burðarvirki er úr staðsteypu, súlum og bitakerfi. Notkun hefur kallað á að gerð væru göt víða á milli hæða og sum þeirra þarf að fylla í við breytta notkun.

Verkið felur í sér endurbætur og innréttingu á Grandagarði 20, mhl. 07 fyrir breytta starfsemi frá því sem áður var. Byggingin kemur til með að hýsa veitingastað, bóksölu, sýningarsali vinnustofur tengdar listum, ásamt stoðkjörnum þeirra. Á 1.hæð er veitingastaður með bar ásamt lítilli bóksölu, sýningarsalir eru á 2. og 3.hæð en vinnustofa á 4. hæð. Á hverri hæð stoðkjarnar fyrir starfsfólk. Húsið er í megin dráttum tveir hlutar, suðvestur hlutinn er auk efstu hæðar og norðaustur hlutinn 4 hæðir auk efstu hæðar. Stoðkjarnar og salernisaðstaða fyrir gesti er staðsett á 1.hæð. Í húsinu verður lyfta sem hentar jafnt til fólks- og vöruflutninga og gengur frá 1.hæð til 4. hæðar. Aðalinngangur verður að norðvestan, frá Járnbraut.

Húsið er 1.839 fermetrar að stærð. Byggingastjóri er Oddur Oddsson.

 

Verkkaupi HG Grandi
Verk hafið Mars 2016
Verklok Ágúst 2016
Arkitektar Kurt og Pí & ASK Arkitektar
Burðarþolshönnun Verkfræðistofan Víðsjá ehf.
Lagnir og loftræstikerfi Verkfræðistofan Víðsjá ehf.
Raflagnahönnun Efla
Eftirlit ASK Arkitektar – Össur Imsland

 

64.156152, -21.939112|/media/163719/Marshall2017.jpg?width=250&height=109&mode=crop|HB Grandi – Marshall hús|/starfsemi/verk/fyrri-verk/idnadar-og-verslunarhus/hb-grandi-marshall-hus/| Verkið felur í sér endurbætur og innréttingu á Grandagarði 20 fyrir HB Granda|terrain | blue | Nánar