HB Grandi - Norðurgarður & Grandagarður
Norðurgarður 1.
Fyrirhugað er að byggja umbúðageymslu, véla- og skipaverkstæði og frystivélahús, ásamt stoðrýmum, fyrir starfsemi HB Granda á Norðurgarði, samkvæmt teikningum útboðsgagna.
Helstu stærðir byggingarinnar eru: 1.hæð 1.438,4m2, 2.hæð 306,6m2. Alls 1.745m2
Húsið er viðbygging við núverandi húsnæði HB Granda á Norðurgarði. Það kemur til með að hýsa umbúðageymslu, véla- og skipaverkstæði ásamt starfsmannakjarna, nýjan frystivélasal og loftpressurými. Húsið er í megindráttum tveir kjarnar, sem skiptast upp í minni einingar tengdum notkun. Annar kjarninn skiptist upp í eftirfarandi notaeiningar: Umbúðageymslu þar sem geymdar verða umbúðir, plast og bretti til nota fyrir sjávarafurðir vinnslunnar á Norðurgarði. Viðgerðaverkstæði fyrir vinnslu og skip sem svo skiptist upp í tvær deildir eftir því hvaða efni er unnið með, ryðfrítt eða svart stál. Starfmannakjarna sem er á tveim hæðum en þar er aðstaða starfsmanna verkstæðis ásamt kaffistofu, skrifstofu verkstæða og tilheyrandi stoðrýmum. Auk þessa er á verkstæði milligólf, hugsað sem lager og rými undir loftræstingu, auk þessa eru önnur stoðrými s.s fyrir vatnsúðakerfi o.fl. Hinn kjarninn er frystivélahús sem kemur til með að hýsa allar frystivélar tilheyrandi vinnslunni í Norðurgarði. Hluti þess kjarna er á tveim hæðum, frystivélahús á 1. hæð og loftpressur og tilheyrandi búnaður á 2. hæð.
Grandagarður 20
Fyrirhugað er að byggja staðsteypta sorpflokkunarmiðstöð með tilheyrandi stoðrýmum á Grandagarði 20, samkvæmt teikningum útboðsgagna.
Helstu stærðir byggingarinnar eru: 1.hæð 259m2. Alls 259 m2
Hluti af þessari framkvæmd er að steypa stoðveggi ca 172 lm til afmörkunar á
sorpflokkunarporti og veiðarfærageymslu. Innan þessara afmarkandi veggja verður steypt og malbikað plan, ca. 2200m2.
Verkkaupi | HB Grandi |
Verk hafið | Nóvember 2014 |
Verki lokið | Júlí 2015 |
Arkitektar | ASK Arkitektar |
Raflagnahönnun | Efla |
Burðarþol, lagnir og loftræsikerfi | Verkfræðistofan Víðsjá ehf. |
Byggingastjórn | ÍAV |
Eftirlit |
ASK Arkitektar – Össur Imsland |