Hótel Reykjavík Centrum

Hótel Reykjavík Centrum er í hjarta borgarinnar, byggt á gömlum grunni, í bókstaflegri merkingu. Hótelið er staðsett í nýuppgerðri gamalli byggingu. 

Aðalstræti 16 er elsti hluti hússins og var byggður árið 1764. Beggja megin við húsið og fyrir aftan það eru nýbyggingar sem gerðar eru eftir sögufrægum reykvískum húsum, Fjalakettinum og Uppsölum. Hótelið er í byggingunum þremur og tengibyggingu og er útlit hótelsins sótt til Reykjavíkur upp úr aldamótunum 1900. Við byggingu hótelsins komu í ljós rústir skála frá landnámsöld.

Í maí 2006 var opnuð glæsileg sýningaraðstaða undir hótelinu sem Reykjavíkurborg rekur. Þar er skálarústin varðveitt og hægt er að virða hana fyrir sér og skoða sýningu henni tengdri. Við uppgröftin fundust m.a. elstu mannvistarleifar á Íslandi frá því um 870.

Íslenskir aðalverktakar sáu um allar framkvæmdir við byggingarnar.

 

Verkkaupi Hótel Reykjavík Centrum
Verk hafið 2003
Verklok 2005
Arkitektar Teiknistofan Skólavörðustíg 28
Burðarvirki og lagnir VST 
Raflagnahönnun

RTS

Brunahönnun VSI
Eftirlit Verkfræðistofa Þráins og Benedikts
64.147522,-21.942502|/media/27799/GrandHotelCentrum1.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Hótel Reykjavík Centrum|/starfsemi/verk/fyrri-verk/idnadar-og-verslunarhus/hotel-reykjavik-centrum/| Hótel Reykjavík Centrum er í hjarta borgarinnar, byggt á gömlum grunni, í bókstaflegri merkingu.|terrain | blue | Nánar