Borgartún 33 - endurbygging

Borgartún 33 var við upphaf framkvæmda um 2.510 m2 steinsteypt skrifstofu- og verslunarhús á þremur hæðum auk kjallara.

Verkið fólst í að byggja við og endurinnrétta allt húsið sem nútíma skrifstofuhúsnæði með ákveðnum breytingum á innra skipulagi.

Verkefni ÍAV fólst í að byggja við húsið nýtt stigahús, bæta við fjórðu hæðinni, sjá um rif innanhúss, skipta út gluggum og klæða húsið að utan með áklæðingu. Einnig var innifalið í verkefninu útboð og utanumhald um aðra verkþætti í stýriverktöku. Þar var um að ræða allar stofnlagnir í húsinu (raflagnir, loftræsing og pípulagnir), innanhússfrágang í stigahúsi og framkvæmdir á lóð.

Verkkaupi Reginn A1 ehf
Verk hafið Mars 2012
Verklok Desember 2012
Byggingaaðili ÍAV Fasteignaþjónusta fyrir ÍAV
Arkitektar Teiknistofan Arkitektar ehf
Burðarþolshönnun Ferill ehf
Lagnir og loftræsikerfi VSÓ ehf
Raflagnahönnun VSÓ ehf
Eftirlit Reginn A1 ehf
64.146404,-21.896257|/media/27739/Borgartun_33_endurbygging.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Borgartún 33 - endurbygging|/starfsemi/verk/fyrri-verk/stofnanir-og-skrifstofuhus/borgartun-33-endurbygging/| |terrain | blue | Nánar