Húsið að Dalshrauni 3 er fimm hæða skrifstofuhúsnæði auk niðurgrafins bílakjallara upp á eina hæð. Húsið er um 5.942 m2 og bílakjallari um 3.097m2. Fyrri byggingaraðili hússins var Ris ehf. en í dag er það í eigu fasteignafélagsins Reita. Reitir gerðu samning við Valitor um leigu á meginhluta hússins eða hluta af 1.hæð og alla 3.hæð, 4.hæð og 5.hæð.

Reitir 1 eru byggingaraðili hússins og sjá um að verkefnastýra og réðu verkfræðistofuna Feril sér til aðstoðar við það.

 

Byggingarstjórn var í höndum ÍAV og Oddur H. Oddsson  byggingarstjóri.

Reitir buðu verkið út í pörtum og voru ÍAV lægstbjóðendur fyrir smíðavinnu og raflagnir og hafa unnið þá verkþætti.

 

Verkkaupi Reitir 1
Verk hafið Mars 2013
Verklok Október 2012
Byggingaraðili Reitir 1, byggingarstjórn í höndum ÍAV
Arkitektar THG arkitektar og úti inni arkitektar
Burðarþolshönnun VSB Verkfræðistofa
Lagnir og loftræstikerfi VSB Verkfræðistofa
Raflagnahönnun VSB Verkfræðistofa
64.083048,-21.943926|/media/3421/dalshraun_01.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Dalshraun 3|/starfsemi/verk/fyrri-verk/stofnanir-og-skrifstofuhus/dalshraun-3/| Húsið að Dalshrauni 3 er fimm hæða skrifstofuhúsnæði auk niðurgrafins bílakjallara upp á eina hæð. Húsið er um 5.942 m2 og bílakjallari um 3.097m2.|terrain | blue | Nánar