Fangelsi á Hólmsheiði

Föstudaginn 31. janúar 2014 var undirritaður verksamningur milli innanríkisráðuneytisins og Íslenskra aðalverktaka hf. vegna verklegra framkvæmda við fangels á Hólmsheiði, hús og lóð.

Þetta útboð, hús og lóð, er annar hluti framkvæmda en áður er lokið við jarðvinnu og heimlagnir.

Verkið gengur út á að reisa og ganga frá byggingu fyrir móttöku-, gæsluvarðhalds-, og kvennafangelsi sem er um 3.595 m2 að stærð, brúttó rúmmál er 14.443m3. Heildar lóðarstærð er 37.400 m2. Lóðin stendur við Nesjavallaleið 9 á Hólmsheiði.

Verkkaupi hyggst fá alþjóðlega umhverfisvottun samkvæmt BREEAM á bygginguna en slíkt ferli tekur til margra þátta ÍAV á byggingarstað.

Fangelsið hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe verðlaunanna árið 2017 -- sjá hér

Verkkaupi Innanríkisráðuneytið
Arkitektar Arkís
Landlagsarkitektar Arkís
Verk hafið Febrúar 2014
Verklok Desember 2015
Byggingaraðili ÍAV
Raflagnahönnun Verkís
Burðarþolshönnun  Mannvit
Lagnir og loftræsikerfi Mannvit
Eftirlit Framkvæmdasýsla ríkisins
64.099882,-21.696529|/media/161247/Fangelsi.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Fangelsi á Hólmsheiði|/starfsemi/verk/fyrri-verk/stofnanir-og-skrifstofuhus/fangelsi-a-holmsheidi/| Þetta útboð, hús og lóð, er annar hluti framkvæmda en áður er lokið við jarðvinnu og heimlagnir.|terrain | blue | Nánar