Harpa - bílakjallari og torg

Í bílakjallaranum eru 565 stæði. Í hönnun var lögð sérstök áhersla á björt rými með mikilli lofthæð og fáum burðarsúlum. Í burðarvirki eru notaðar kúluplötur í milligólf og þakplötu bílakjallarans. Kúluplöturnar draga úr eiginþyngd mannvirkisins og gera það að verkum að lengra er á milli súlna.

Bílakjallarinn er neðansjávar og var hugað mjög vel að öllum þéttingum. Kjallarinn er ankeraður niður, með 500 ankerum sem eru 12 til 17 metra löng, svo hann fljóti ekki upp.

Torgið fyrir framan Hörpu skiptist í þrjú svæði, aðkomutorg, fjölnotatorg og dvalarsvæði í krikanum sem byggingin myndar. Við hönnun svæðisins er skírskotað í sögu svæðisins frá því að vera ósnortin fjara þar sem lækurinn rann til sjávar yfir í það að vera hafnarsvæði. 

Spegiltjarnir skapa hólmatilfinningu inni á torginu og fjarlægð frá aðliggjandi umferðargötu.

Brýrnar yfir tjarnirnar eru í minningu bryggjanna sem stungust þarna áður í sjó fram og mannfagnaða við skipakomur á Ingólfsgarði.

Verkkaupi Portus og Situs
Verk hafið 2009
Verklok 2011
Byggingastjórn Mannvit
Arkitektar Batteríið
Landslagsarkitektar Landslag 
Burðarþolshönnun Hnit
Lagnir og loftræsikerfi Verkís 
Raflagnahönnun Verkís
Eftirlit EFLA
64.150294,-21.932285|/media/27736/Harpa_Bilakjallari_torg_1.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Harpa - bílakjallari og torg|/starfsemi/verk/fyrri-verk/stofnanir-og-skrifstofuhus/harpa-bilakjallari-og-torg/| Í bílakjallaranum eru 565 stæði. Í hönnun var lögð sérstök áhersla á björt rými með mikilli lofthæð og fáum burðarsúlum. Í burðarvirki eru notaðar kúluplötur í milligólf og þakplötu bílakjallarans.|terrain | blue | Nánar