Harpa - Tónlistar- og ráðstefnuhús

Tónlistar og ráðstefnuhúsið Harpa er um 30.000 m2 að stærð og er eitt af kennileitum Reykjavíkur. Í Hörpu eru fjórir tónlistar og ráðstefnusalir.

Stærstur salanna er Eldborg sem tekur 1.800 manns í sæti. Ráðstefnusalurinn Silfurberg tekur 750 manns í sæti en salnum er hægt að skipta upp í tvö rými. Í Norðurljósum eru sæti fyrir 450 áheyrendur og Kaldalón tekur um 200 manns í sæti. Í sölunum má finna fullkomnasta hljómflutningsbúnað í heiminum í dag.

Glerhjúpur Hörpunnar er um 12.000 m2 og samanstendur af 9.300 rúðum. Hér rís Harpa á einni mínútu.

Byggingin hýsir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperuna ásamt því að vera ráðstefnuhús á heimsmælikvarða.

Harpa hlaut Mies van der Rohe verðlaunin árið 2013 - hér má nálgast bókina á vefnum.

Verkkaupi Portus
Verk hafið 2006
Verklok 2011
Bygginga- og hönnunarstjórn ÍAV 
Arkitektar Henning Larsen Architects Artec
Batteríið
Hönnun glerhjúps Henning Larsen Architects Artec
Olafur Eliasson
Verkfræðileg hönnun Mannvit, Rambøll
Hljóðvist Artec
Eftirlit EFLA
64.150294,-21.932285|/media/27742/Harpa_01.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Harpa - Tónlistar- og ráðstefnuhús|/starfsemi/verk/fyrri-verk/stofnanir-og-skrifstofuhus/harpa-tonlistar-og-radstefnuhus/| Tónlistar og ráðstefnuhúsið Harpa er um 30.000 m2 að stærð og er eitt af kennileitum Reykjavíkur. |terrain | blue | Nánar