Skrifstofubygging Morgunblaðsins

Húsið hýsir aðalstöðvar Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík.

Fyrsta uppsteypta húsið á Íslandi með millidekki úr kúluplötum. Með dekki úr kúluplötum er hægt að ná lengra spani en með hefðbundnum aðferðum. Þessi hönnun gerir allar lagnaleiðir og notkunarmöguleika hússins fjölbreyttari þar sem burðarsúlum og bitum fækkar.

Húsið er 3.900 fermetrar að stærð, einangrað að utan og klætt með flísum. Þakplata er með ábræddum pappa og einangrun þar á ofan. Ofan á einangrunina eru lögð möl sem farg.

Innanhúss eru innveggir að mestu úr gifs og gleri. Steinteppi er á gólfum í skrifstofuhluta hússins en flísar annarsstaðar.

Verkkaupi Klasi
Verk hafið Ágúst 2005
Verklok Ágúst 2006
Arkitektar Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar
Raflagnahönnun VSÓ - Ráðgjöf
Burðarþol, lagnir og loftræstikerfi VSÓ - Ráðgjöf
Frágangur lóðar Nesprýði
Eftirlit Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar

 

 

64.113696,-21.7749|/media/27837/Mogginn.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Skrifstofubygging Morgunblaðsins|/starfsemi/verk/fyrri-verk/stofnanir-og-skrifstofuhus/skrifstofubygging-morgunbladsins/| Húsið hýsir aðalstöðvar Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík.|terrain | blue | Nánar