Advania - gagnaver

Fyrsti áfangi gagnavers Advania eru tvær 1200 fermetra byggingar.

Byggingarnar eru 80 metra langar og 15 metra breiðar með fjögra metra vegghæð og 6,5 metra í mæni. Lóðin er 2,1 hektari með samþykki fyrir fimm byggingum. Einnig er áætlað að reisa þjónustubyggingu fyrir starfsmenn og stjórnun.

Burðarvirki er límtré og hver bygging er með 14 sperrum, veggir eru klæddir með yleiningum. Klæðning er litað stál og inntök fyrir loftkælingu eru á hliðum bygginganna. Loftræsing er framkvæmd með 12 blásurum við mæni sem soga hita frá vélbúnaði í byggingunum.

Hver bygging hýsir um 1500 netþjóna í 240 skápum. Fjórir spennar eru í hverri byggingu sem notar um 8 MWh.

Verkinu lauk í október 2014.

Hér má sjá myndband af framkvæmdinni.

63.963469, -22.535826|/media/113711/Advania_gagnaver_02.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Advania - gagnaver|/starfsemi/verk/fyrri-verk/virkjanir-og-storidja/advania-gagnaver/| Fyrsti áfangi gagnavers Advania eru tvær 1200 fermetra byggingar.|terrain | blue | Nánar