Búðarhálsvirkjun - fallpípur

Verkefnið sem ÍAV hefur umsjón með, felur í sér hönnun, smíði, uppsetningu, sandblástur, málun og uppsetningu rennslismæla á tveimur þrýstivatnspípum fyrir Búðarhálsvirkjun.

Þrýstivatnspípurnar eru hvor um sig 5,8 metrar í þvermál og um 50 metrar að lengd. Þykkt pípanna er 20-22 mm og í verkið mun fara um 560 tonn af stáli.  Rörin eru framleidd í 3 metra hólkum sem settir eru saman í 6 metra einingar sem fluttar eru af verksstæði á byggingarstað. Einingarnar verða alls 48 talsins og þyngd þeirra er frá 18-23 tonnum. Einingarnar eru hífðar niður af inntaksmannvirkinu og niður á sérsmíðaðan vagn sem flytur þær á sinn stað. Vagninn er líka notaður til að stilla einingarnar af áður en þær eru festar niður á innsteypta platta.

Vinna við  hönnun verksins hófst í október 2011 og smíði á pípunum byrjaði í janúar 2012. Fyrstu pípunum var komið fyrir á svæðinu í maí sl.  Verkið hefur að mestu verið unnið í undirverktöku.  Verkís sér um hönnun þrýstipípanna auk Montavars. Teknís ehf. sér um smíði og uppsetningu pípanna, Verkvík/Sandtak ehf. um sandblástur og málun þeirra að innan, eftir uppsetningu. Rittmeyer sér um smíði og uppsetningu á flæðimælum.

Verklok voru í júní 2013. Fjöldi starfsmanna við verkefnið var um 30 manns.

Verkkaupi Landsvirkjun
Verk hafið September 2011
Verklok Ágúst 2013
Byggingastjórn  Teknís/Jón Þór Sigurðsson
Burðarþolshönnun Verkís 
Eftirlit

Landsvirkjun/Mannvit

 

64.235371,-19.369097|/media/3416/BUD_130226.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Búðarhálsvirkjun - fallpípur|/starfsemi/verk/fyrri-verk/virkjanir-og-storidja/budarhalsvirkjun-fallpipur/| Verkefnið sem ÍAV hefur umsjón með, felur í sér hönnun, smíði, uppsetningu, sandblástur, málun og uppsetningu rennslismæla á tveimur þrýstivatnspípum fyrir Búðarhálsvirkjun.|terrain | blue | Nánar