Búrfellsvirkjun II

ÍAV Marti Búrfell sf. hófu framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar í apríl 2016 en áætlað er að gangsetja virkjunina í lok apríl 2018.

ÍAV Marti Búrfell sf. mun sjá um framkvæmd við borun aðkomuganga, frárennslisganga ásamt byggingu stöðvarhúss sem verður í helli sem hýsir vélastæðu virkjunarinnar. Inntaksmannvirki veður reist við suðurenda Bjarnarlóns en þaðan verða boruð lóðrétt göng niður að stöðvarhúsi en fallið verður um 150 metrar( Virkjað fall er um 120 Metrar). Þvermál fallpípunnar er um 6 metrar og mun þetta fall gefa af sér um 100 MW eða um 300 GWst á ári.

Stöðvarhúsið verður staðsett í helli, um 400 metra inni í Sámstaðaklifi og um 150 metrum neðan við Bjarnarlón. Fallpípu verður komið fyrir frá inntaki að stöðvarhúsi og mun Þýska fyrirtækið DSD NOELL Gmbh sjá um þann hluta verksins. Frárennslisgöng verða boruð og sprengd um 400 metra frá stöðvarhúsi og þaðan verður vatni veitt í skurð sem liggur um 2ja Km lengd í Þjórsá.

Uppsett afl nýrrar stöðvar verður, eins og áður segir, 100 MW með einni vél, en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. Framleiðandi vélarinnar, sem er af Francis gerð, er Austuríska fyrirtækið Andritz Hydro Gmbh

Með stækkun Búrfellsvirkjunar má auka orkugetu raforkukerfisins um allt að 300 GWst á ári. Stækkunin mun nýta vatn sem í dag rennur framhjá núverandi stöð. Stækkuð Búrfellsvirkjun mun auka rekstraröryggi og sveigjanleika raforkukerfisins.

Umhverfisáhrif þessarar virkjunar eru nánast engar þar sem Bjarnarlón, sem er ofan við gömlu stöðina, fær betri nýtingu. Sjónmengun verður engin þar sem virkjunin er byggð inní fjallinu og mun ekki sjást.







Helstu magntölur:

Laus gröftur      

745.000

Rip-rap

24.000

Losun klappar

175.000

Steypumót

23.000

Klappar skering (pre-split)

27.000

Járnbending

1.288

kg

Gröftur moldar

59.000

Innsteypt stál

27.500

kg

Neðanvatns gröftur

67.500

Stálvirki

96.000

kg

Losun klappar undir vatni

26.000

Jarðvír

4.500

m

Gröftur skurða

1.000

Háspennulagnir í jörð

9.000

m

Gangnagröftur

94.000

Kapalstigar

1.000

m

Sprautusteypa

6.500

Rafmagns- og stýrilagnir

78.000

m

Stálstyrkingar í göngum

23.500

kg

Vatns- og frárennslislagnir

3.500

m

Steypa

18.000

Loftræsilagnir

1.100

m

Fyllingar

89.000

Grassáning

330.000

Vegyfirborð

34.000

 

Verkkaupi Landsvirkjun
Verk hafið Apríl 2016
Verklok Sumar 2018
Ráðagjafar Landsvirkjunar Verkís
Byggingastjórn / verktaki ÍAV Marti Búrfell sf
Burðarþolshönnun Verkís
Eftirlit Mannvit

 

64.103093, -19.803187|/media/163723/BUR0317.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Búrfellsvirkjun II|/starfsemi/verk/fyrri-verk/virkjanir-og-storidja/burfellsvirkjun-ii/| ÍAV Marti Búrfell sf. hófu framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar í apríl 2016 en áætlað er að gangsetja virkjunina í lok apríl 2018.|terrain | blue | Nánar