Hágöngumiðlun

Ísafl dótturfélag ÍAV sá um heildarframkvæmdir þ.e stíflu í Köldukvísl við Syðri-Hágöngu austanverða, botnrás auk hjástíflu norðvestan
Syðri-Hágöngu.

Tilgangur Hágöngumiðlunar er að auka miðlun á vatnasviði Köldukvíslar, sem nýtist virkjunum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Við
tilkomu Hágöngumiðlunar jókst orkugeta raforkukerfisins um 200 GWst á ári.

Helstu magntölur:

  • Gröftur 160.000 m³
  • Steinsteypa 2.000 m³
  • Jarðvegsstífla 400.000 m³
  • Mesta hæð stíflu 25 m
  • Stærð lóns um 37 km² í um 816 m.y.s
  • Miðlunarrými 385 Gl

 

Verkkaupi Landsvirkjun
Hönnun VST
Verk hafið Maí 1997
Verklok Október 1998
Mat á umhverfisáhrifum  VST
Eftirlit Almenna verkfræðistofan
64.53544,-18.192507|/media/27729/Hagongumidlun.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Hágöngumiðlun|/starfsemi/verk/fyrri-verk/virkjanir-og-storidja/hagongumidlun/| Virkjunin nýtir fallið í veituskurðinum á milli Þórisvatns og uppistöðulóns Sigöldustöðvar. |terrain | blue | Nánar