Indre Nordnes - Noregi
Jarðgögnin sem grafa á er hluti af þjóðveginum E6 sem liggur frá Trelleborg í Svíþjóð upp til Kirkenes og er alls 3.140 km langur. Þessi vegur er aðalvegtenging á milli suður Noregs og norður Noregs og liggur alla leið norður til Rússlands.
Hann liggur í gegnum Tromsø fylki og í kringum Nordnesfjellet sem er í Kåfjord fylki. Leiðin um Nordnes hefur verið erfið yfirferðar á veturna vegna snjóflóðahættu, ekki ósvipað eins og var í Óshlíðinni.
Jarðgöngin verða 5.8 km löng og stytta leiðina um 8 km. Ný brú verður byggð yfir Manndalsá, vegskálar og nauðsynlegar vegtengingar gerðar.
Aðalbækistöðvar okkar verða í Manndalen sem lítið þorp sem liggur nánast mitt á milli Tromsø (150 km) og Alta.
Undirbúningur er kominn vel af stað og verður byrjað á forskeringum fyrir jól. Ef allt gengur eftir hefst jarðgangagröftur í febrúar 2015
Helstu kennitölur verksins:
Göng: Lengd: 5,8 km |
Utan gangna: 782 m vegur 100 m steypt brú 2 steinhleðsluveggir Sjófylling: 380.000 m3 |
Helstu magntölur Laus jarðvegur: 20.700 m3 |
Verkkaupi | Norska vegagerðin |
Verk hafið | Nóvember 2014 |
Verki lokið | 2017 |
Hönnun loftræsikerfis | |
Hönnun raflagna | |
Byggingastjórn | |
Eftirlit |
Norska vegagerðin |