Methanólverksmiðja CRI

Carbon Recycling International (CRI) fangar CO2 frá iðnaðarútblæstri og breytir því í hreint vistvænt metanól (RM). RM getur verið blandað við mismunandi tegundir eldsneytis fyrir bíla, tvinn- og venjulega bensínbíla. RM er einnig hægt að nota sem hráefni í framleiðslu á lífdísel.

Framleiðsluaðferðin dregur úr losun á CO2  út í andrúmsloftið ásamt því að vera hagkvæm og sjálfbær leið til framleiðslu  á vistvænu eldsneyti.

ÍAV vinnur að stækkun verksmiðjunnar og gert er ráð fyrir verklokum í desember 2014.

Stækkunin mun auka framleiðslugetu verksmiðjunnar þrefalt eða í rúmlega fimm milljón lítra.

Verkkaupi CRI (Carbon Recycling International)
Verk hófst 2014
Verklok 2014
Burðaþol Mannvit
Raflagnahönnun Mannvit
Eftirlit Mannverk

63.877222,-22.425599|/media/148291/CRI_13JAN16.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Methanólverksmiðja CRI|/starfsemi/verk/fyrri-verk/virkjanir-og-storidja/methanolverksmidja-cri/| ÍAV vinnur að stækkun verksmiðjunnar og gert er ráð fyrir verklokum í desember 2014.|terrain | blue | Nánar