Stöðvarhús Kárahnjúkavikjunar

Stöðvarhúsið er neðanjarðar og um 115 metra langt, 14 metra breitt og mesta hæð um 34 metrar. Í stöðinni eru sex vélasamstæður með tilheyrandi búnaði og uppsett afl 690 MW. Hverflar eru af Francis-gerð.

Við hlið stöðvarhússins er spennasalur, um 100 metra langur, 13 metra breiður og um 16 metra hár. Þar eru aðalspennar virkjunarinnar og rafmagnið frá aflvélunum spennt upp í 245 kV.

Aðkoma að stöðvarhúsi og spennasal er um 800 metra löng jarðgöng úr Fljótsdal (Norðurdal) 2 km innan við Valþjófsstað. Framan við aðkomugöngin er þjónustubygging þar sem m.a. er stjórnstöð og aðstaða fyrir starfsmenn virkjunarinnar. Frá spennasal liggja sérstök strengjagöng að tengivirkishúsinu sem er skammt innan við þjónustubygginguna.

Vatninu er veitt úr stöðvarhúsinu um frárennslisgöng sem opnast út í Fljótsdal. Frá gangamunnanum er frárennslisskurður út í farveg Jökulsár í Fljótsdal austur undan Valþjófsstað þar sem áin er í um 26,5 metra hæð yfir sjó.

Verkkaupi Landsvirkjun
Verk hafið September 2003
Verklok Janúar 2008
Verktakar

Hochtief frá Þýskalandi
Íslenskir aðalverktakar
Pihl & Sön frá Danmörku (Ístak)

65.004976,-15.019526|/media/27732/Stodvarhus_Fljotsdal.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Stöðvarhús Kárahnjúkavikjunar|/starfsemi/verk/fyrri-verk/virkjanir-og-storidja/stodvarhus-karahnjukavikjunar/| Stöðvarhúsið er neðanjarðar og um 115 metra langt, 14 metra breitt og mesta hæð um 34 metrar.|terrain | blue | Nánar