Hraunbær 153-163

Íslenskir aðalverktakar hf. fyrir hönd Bjargs íbúðafélags byggja hér samtals 99 almennar leiguíbúðir í 6 tveggja til fimm hæða byggingum. Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignastofnun stofnuð af ASÍ og BSRB.

Burðarvirki er staðsteypt.  Gólfplötur ofan jarðhæðar byggðar upp með filigran- og ásteypulagi.  Þök eru hefðbundin, stálbitar, sperrur, lektur, krossviðarklæðning og bræddur pappi.  Byggingar eru einangraðar að utan og álklæddar.

Byggingar eru afhentar fullbúnar með innréttingum og gólfefnum.

Upphaf framkvæmda er maí 2019 og er miðað við að leiga fyrstu íbúða verði 1. nóvember 2020. Áætlað er að verkinu verði að fullu lokið í febrúar 2021.

 

Verkkaupi Bjarg íbúðafélag
Verk hefst Maí 2019
Verklok Áætlað febrúar 2021
Arkitektar Arkþing arkitektar
Verkfræðihönnun Ferill verkfræðistofa
Eftirlit ÍAV

 

64.1166872,-21.789057,31|/media/181179/DJI_0047-X_edited.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Hraunbær 153-163|/starfsemi/verk/fyrri-verk/ibudarbyggingar/hraunbaer-153-163/| Íslenskir aðalverktakar hf. fyrir hönd Bjarg íbúðafélag tekur að sér að byggja 99 leiguíbúðir við Hraunbæ í Reykjavík. Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignastofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. |terrain | blue | Nánar