Hús Landsbankans - Fullnaðarfrágangur

Þann 30. júní 2020 undirrituðu fulltrúar Landsbankans og Íslenskra aðalverktaka verksamning vegna húss Landsbankans Austurbakka 2 - Fullnaðarfrágangur.  

Um er að ræða fullnaðarfrágang á húsinu að utan sem innan, húsið er í nokkrum byggingarhlutum og er hæst fimm hæðir með bílakjallara á tveimur hæðum.  Skrifstofu-, verslunar- og þjónusturými í húsinu er 16.500 m2 auk tæknirýma og bílakjallara sem nýtist öllu svæðinu.  

Afhending á rýmum til verkkaupa er í áföngum og er fyrsta afhendingin 1. október 2021 og verklok áætluð í apríl 2022.

Verkið verður unnið skv. alþjóðlega umhverfisstaðlinum BREEAM.

 

Verkkaupi Landsbankinn
Verk hafið Sumar 2020
Verklok Áætlað apríl 2022
Arkitektar Arkþing ehf. og C.F. Møller
Burðarþolshönnun Efla
Brunahönnun Efla
Hljóðvist Efla
Eftirlit VSB
64.1488266,-21.934434|/media/181264/234222_landsbankinn_n2_devsize.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Hús Landsbankans - Fullnaðarfrágangur|/starfsemi/verk/verk-i-vinnslu/hus-landsbankans-fullnadarfragangur/| ÍAV sér um fullnaðarfrágang hús Landsbankans við Austurbakka 2 í Reykjavík. Um er að ræða fullnaðarfrágang á húsinu að utan sem innan.|terrain | yellow | Nánar